Þekkir þú andlit og hluti?

 

GAGNASÖFNUN ER NÚ LOKIÐ, VIÐ ÞÖKKUM ÖLLUM KÆRLEGA FYRIR ÞÁTTTÖKUNA.

Nú tekur við gagnaúrvinnsla og síðar skrif á fræðilegum greinum um niðurstöður rannsóknarinnar. 

SMELLTU HÉR EF VIÐ MEGUM HAFA SAMBAND SÍÐAR VEGNA ANNARRA RANNSÓKNA. 

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á hvernig heilinn þekkir andlit og aðra hluti í sjón. Okkur langar að skilja af hverju sumir eiga erfitt en aðrir auðvelt með að þekkja andlit. 

Viltu leggja okkur lið og fá að vita hvernig þér gengur að þekkja andlit og hluti?

Við viljum endilega að sem flestir taki þátt, allt frá þeim sem gætu talist andlitsblindir (e. prosopagnosic) og yfir í ofurmannglögga (e. superrecognizers) og allt þar á milli. 

Rannsóknin fer fram á netinu (um 45 mín) og skiptist svo:

Mæling á viðbragðshraða

Bakgrunnur (aldur, kyn, menntun)

Spurningar um hvernig þér gengur að þekkja andlit

Leggja andlit á minnið

Þekkja í sundur hluti

Sjá helstu niðurstöður þínar

Til þess að taka þátt þarftu að:

Vera 18 ára eða eldri

Vera með eðlilega sjón eða sjón leiðrétt (t.d. með gleraugum)

Nota borðtölvu/fartölvu með mús

Þú getur alltaf hætt þátttöku með því að ýta á ESCAPE (ESC) takkann á lyklaborðinu.

Rannsóknin er ekki greiningartæki fyrir andlitsblindu eða ofurandlitsskynjun.

Ábyrgð á rannsókninni bera dr. Heiða María Sigurðardóttir (heidasi(Replace this parenthesis with the @ sign)hi.is), dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands, og dr. Inga María Ólafsdóttir (ingamaria(Replace this parenthesis with the @ sign)hi.is), nýdoktor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Íslands. 

Myndir:

Freepik – Flaticon 
Those Icons – Flaticon
Pixel Buddha Premium – Flaticon
Eucalyp – Flaticon