Íslenska

Hjá Rannsóknamiðstöð um sjónskynjun (Icelandic Vision Lab) eru gerðar rannsóknir á sjónskynjun og öðrum hugarferlum. Á meðal rannsóknarefna eru: Sjónræn athygli, augnhreyfingar, hluta- og andlitsskynjun, sjónrænt minni, sjónræn “mynsturgreining” (visual statistics) og áhrif náms og reynslu á skynferli. Rannsóknirnar eru margar hverjar grunnrannsóknir á virkni sjónkerfisins í dæmigerðu fullorðnu fólki. Sumar rannsóknirnar snúa þó sérstaklega að tilteknum hópi fólks. Þar má nefna börn, fólk með samskynjun (synesthesia), atvinnumenn í íþróttum, fólk með kvíðaraskanir, blint eða sjónskert fólk og fólk með lesblindu eða lesröskun (dyslexia).

Nánari upplýsingar gefa forsvarsmenn Rannsóknarmiðstöðvar um sjónskynjun:

Árni Gunnar Ásgeirsson (arnigunnar(Replace this parenthesis with the @ sign)unak.is)
Sabrina Hansmann-Roth (sabrina(Replace this parenthesis with the @ sign)hi.is)
Árni Kristjánsson (ak(Replace this parenthesis with the @ sign)hi.is)
Inga María Ólafsdóttir (ingao(Replace this parenthesis with the @ sign)ru.is)
Heiða María Sigurðardóttir (heidasi(Replace this parenthesis with the @ sign)hi.is)